Færsluflokkur: Bloggar

Production Services

Eitt af því sem við englar gerum er að þjónusta erlend tökulið með veitingar. Nú er nýlokið tökum sem að True North sá um og vorum við að sjá um að allir væru saddir á settinu. Þetta voru 70 manns og var verið að taka upp þýska brjóstsykurs auglýsingu uppá hálendi en við látum það ekki á okkur fá. Getum unnið við hvaða aðstæður sem er enda hokin af reynslu. Næsta verkefni af þessum toga er núna strax aftur í þessari viku en þá kemur tökulið frá USA og er verið að taka upp kreditkorta auglýsingu og aftur eru það félagar okkar í True North sem sjá um framleiðsluna.

Mikið er feginn

Sem mikill Ferrari maður og trúi á ástríðu í einu og öllu er ég glaður að Ferrari skildu skila sínu í dag.
mbl.is Gallalaust hjá Massa - Räikkönen efstur ökuþóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki láta svona

Það er snilld að það skuli vera smá gróska í íslenskri kvikmyndagerð. Fagna öllum íslenskum leiknum myndum hvort sem þær eru gerðar fyrir kvikmyndahús eða sjónvarp. Það er æði að sjá hve íslensk kvikmyndagerð er að komast á smá stall og nú síðustu misseri erum við að sjá vel unna og skemmtilega íslenska framhaldsþætti í sjónvarpi. Ég er þó ekki að tala um raunveruleikaþættina sem eru ekki alveg að mínu skapi en Næturvaktin, Pressan, Stelpurnar og núna Mannaveiðar. Húrra
mbl.is Ný íslensk kvikmynd frumsýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband